Fréttir

Sýning útskriftarnemenda af listnámsbraut

Útskriftarnemar á listnámsbraut sýna nú verk sín í Duus-húsum. Sjón er sögu ríkari og eru allir velkomnir.

Vel mætt á opið hús

Þriðjudaginn 25. apríl var opið hús á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar voru sérstaklega boðnir velkomnir.

Opið hús - 25. apríl frá kl. 17.00

Þriðjudaginn 25. apríl verður námskynning á sal fyrir nýja nemendur og foreldra þeirra. Nemendur 10. bekkjar eru sérstaklega boðnir velkomnir.

Fósturfjölskylda fyrir skiptinema óskast!

FS er í samstarfi við AFS á Íslandi og býður nemendum skólans upp á tækifæri á að fara sem skiptinemar á Erasmus+ styrk og þar með endurgjaldslaust fyrir þau. Á móti aðstoðum við AFS við að finna fósturfjölskyldur fyrir væntanlega skiptinema sem koma til Íslands. Nú leitum við að fjölskyldu fyrir Abderahmen Chnitir (2008) frá Belgíu.

Grænir unnu Starfshlaupið

Starfshlaup FS fór fram föstudaginn 31. mars og það var Græna liðið sem fór með sigur af hólmi í þetta sinn.

Skráning í lið - Starfshlaup

Opnað hefur verið fyrir skráningu í lið fyrir starfshlaupið sem fer fram föstudaginn 31.mars næstkomandi. Það eru appelsínugulir, bláir, grænir og gulir sem etja kappi þessu sinni. Megi besta liðið vinna.

Ninna og Rey Mist unnu hæfileikakeppnina

Ninna Surada Thirataya Gyðudóttir og Rey Mist Sólmunds unnu hæfileikakeppni starfsbrautar og verða því fulltrúar skólans í hæfileikakeppni starfsbrauta framhaldsskóla.

Tilraun með bekkjakerfi á 1. ári

Í haust verður farið af stað með tilraunaverkefni í skólanum og verður nýnemum þá raðað í bekki. Þetta fyrirkomulag verður aðeins á 1. ári nemenda en eftir það stunda þeir nám í áfangakerfi.

FS á Minni framtíð

Sýningin Mín framtíð fór fram í Laugardalshöll 16.-18. mars. Þar kynnti skólinn námsframboð og nokkrir nemendur okkar tóku þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina.

Með FS út í heim

Síðustu tvö árin hefur skólinn tekið þátt í verkefninu Cultural Heritage in a European Project. Á dögunum héldu tveir kennarar og fimm nemendur til Eger í Ungverjalandi til að taka þátt í síðustu skólaheimsókn verkefnisins. Þar hittust nemendur frá fjórum skólum frá Ungverjalandi, Íslandi, Spáni og Finnlandi.