Fréttir

Með FS út í heim!

Við auglýsum eftir þremur áhugasömum nemendum til þess að fara í ferð til Króatíu um miðjan febrúar. Ferðin er hluti af Erasmus+ verkefninu „Media and Information Literacy: Learing to Think Critically“ skilyrði að geta útvegað 2 nemendum gistingu 1.-7. október.

Frá kynningarfundi fyrir foreldra

Þriðjudaginn 5. september var kynningarfundur fyrir foreldra nýnema.

Kynningarfundur fyrir foreldra 5. september

Kynningarfundur fyrir foreldra verður á sal skólans þriðjudaginn 5. september kl. 18:00.

Vel heppnuð nýnemavika

Í síðustu viku stóð nemendafélagið NFS fyrir nýnemaviku en þá voru nýnemar boðnir velkomnir í skólann.

Vegleg gjöf til pípulagnadeildar

Nú í haust hófst nám í pípulögnum við skólann en af því tilefni færði BYKO pípulagnadeildinni ýmis tæki og búnað.

Anita Ýrr fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Anita Ýrr Taylor, sem er fyrrverandi nemandi okkar, var ein 34 nýnema við Háskóla Íslands sem fékk styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði skólans.

Stundatöflur hafa verið birtar

Búið er að opna stundatöflur í Innu. Kennsla hefst á föstudagsmorgun kl. 8:15 eftir hefðbundnum stundatöflum.

Upphaf haustannar

Haustönn hefst með nýnemadegi 16. ágúst og kennsla hefst föstudaginn 18. ágúst. Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu miðvikudaginn 16. ágúst. Nemendur eru hvattir til að skoða stundatöflur sínar og bókalista og kaupa kennslubækur sem fyrst.

Saman stofnum við Fab Lab Suðurnesja

Miðvikudaginn 14. júní var skrifað undir samning um stofnun FabLab smiðju sem verður staðsett í skólanum og tekur til starfa í haust.

Fósturfjölskylda fyrir skiptinema óskast!

FS er í samstarfi við AFS á Íslandi og býður nemendum skólans upp á tækifæri á að fara sem skiptinemar á Erasmus+ styrk og þar með endurgjaldslaust fyrir þau. Á móti aðstoðum við AFS við að finna fósturfjölskyldur fyrir væntanlega skiptinema sem koma til Íslands. Við leitum að fjölskyldu fyrir Abderahmen Chnitir (2008) frá Belgíu en hann stefnir á að koma til landsins í haust og dvelja hér í 10 mánuði.